fbpx
Mánudagur 30.janúar 2023
Fréttir

Ekkert saknæmt átti sér stað varðandi hvarf Friðfinns – „Synti á lygnum sjó í fallegu veðri út í algleymið“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 2. desember 2022 20:39

Friðfinnur Freyr Kristinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert saknæmt átti sér stað varðandi hvarf Friðfinns Freys Kristinssonar, sem leitað hefur verið að síðustu vikur. Hann stakk sér til sunds og synti út í algleymið. Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlum frá bróður hans, Kolbeini Karli Kristinssyni, sem DV fékk góðfúslegt leyfi til að birta.

„Við vorum hjá lögreglunni í dag sem hefur tekið saman öll myndbönd sem til eru af Friðfinni daginn örlagaríka og þar í kring. Við vitum því nú loksins fyrir víst að sundmaðurinn sjálfur stakk sér til sunds og synti á lygnum sjó í fallegu veðri út í algleymið. Ekkert saknæmt átti sér stað og Friðfinnur hefur loksins fundið frið,“ skrifar Kolbeinn Karl.

Hann segir ennfremur að leitinni að Friðfinni sé ekki lokið en að þessum kafla óvissunar sé samt lokið og það veiti fjölskyldunni ákveðna ró.

„Við þökkum fyrir þann ómetanlega stuðning sem við höfum fengið og höldum áfram í vonina um að hann finnist,“ skrifar Kolbeinn Karl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys á Seltjarnarnesi

Alvarlegt umferðarslys á Seltjarnarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Kolbrún komin heim