fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Ekkert saknæmt átti sér stað varðandi hvarf Friðfinns – „Synti á lygnum sjó í fallegu veðri út í algleymið“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 2. desember 2022 20:39

Friðfinnur Freyr Kristinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert saknæmt átti sér stað varðandi hvarf Friðfinns Freys Kristinssonar, sem leitað hefur verið að síðustu vikur. Hann stakk sér til sunds og synti út í algleymið. Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlum frá bróður hans, Kolbeini Karli Kristinssyni, sem DV fékk góðfúslegt leyfi til að birta.

„Við vorum hjá lögreglunni í dag sem hefur tekið saman öll myndbönd sem til eru af Friðfinni daginn örlagaríka og þar í kring. Við vitum því nú loksins fyrir víst að sundmaðurinn sjálfur stakk sér til sunds og synti á lygnum sjó í fallegu veðri út í algleymið. Ekkert saknæmt átti sér stað og Friðfinnur hefur loksins fundið frið,“ skrifar Kolbeinn Karl.

Hann segir ennfremur að leitinni að Friðfinni sé ekki lokið en að þessum kafla óvissunar sé samt lokið og það veiti fjölskyldunni ákveðna ró.

„Við þökkum fyrir þann ómetanlega stuðning sem við höfum fengið og höldum áfram í vonina um að hann finnist,“ skrifar Kolbeinn Karl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“