fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Tekur fjóra til fimm daga að ryðja húsagötur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. desember 2022 11:39

Moksturstæki í Breiðholti. Mynd: Róbert Reynisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vetrarþjónusta Reykjavíkurborgar hóf að ryðja húsagötur borgarinnar í gær, sunnudag, og er áætlað að verkið taki fjóra til fimm daga. Aðalbrautir voru ruddar um helgina. Lögð er áhersla á að vinna í öllum hverfum samhliða og því verða engin hverfi útundan.

Í tilkynningu frá borginni um þetta segir:

„Þetta er mikið verk og búast má við því að hreinsun húsagatna taki fjóra til fimm daga. Göturnar sem verið er að ryðja eru samtals 1200 kílómetrar að lengd en það er hátt í allur hringvegurinn. Þar af eru húsagöturnar 240 kílómetrar sem er um það bil leiðin milli Reykjavíkur og Blönduóss. Í stígakerfinu er síðan verið að snjóhreinsa í kringum 800 kílómetra sem er svipað og vegalengdin til Raufarhafnar.“

Segir enn fremur að allt tiltækt lið Vetrarþjónustu borgarinnar hafi verið að störfum um helgina.

Sjá nánar hér 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða