fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Stofnendur Arctic Ocean Seafood áttu áður eina stærstu og fullkomnustu kannabisræktun Íslandssögunnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. desember 2022 11:05

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feðgar sem komu að stofnun fiskútflutningsfyrirtækisins Arctic Ocean Seafood voru síðastliðið sumar dæmdir fyrir aðild að umfangsmikilli kannabisframleiðslu og peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu.

Kjarnamenn hafa komist að því að sakborningar í nafnhreinsuðum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu séu í reynd þeir Hákon Elfar Guð­munds­son, Fannar Örn Hákon­ar­son og Ómar Hákon­ar­son. Málið hefur verið gífurlega lengi í rannsókn en það kom upp árið 2016. Ári síðar stofnuðu feðgarnir fiskútflutningsfyrirtækið Arctic Ocean Seafood en það hefur undanfarin tvö ár velt tæplega tveimur milljörðum króna, samkvæmt frásögn Kjarnans.

Dóminn í málinu má lesa hér.

Sem fyrr segir kom kannabismál feðganna upp árið 2016. Voru gerðar upptækar á sjötta hundað kannabisplöntur, rúm 9 kg af tilbúnum kannabisefnum, yfir 17 kg af kannabislaufum og 110 gróðurhúsalampar auk annars búnaður sem notaður er við framleiðslu kannabisefna. Ræktunin fór fram á Smiðjuvegi í Kópavogi.

Í frétt Kjarnans segir ennfremur:

„Árið 2017, eða árið eftir að feðgarnir þrír sættu gæslu­varð­haldi fyrir kanna­bis­fram­leiðsl­una, stofn­uðu þeir fyr­ir­tækið Arctic Ocean Seafood, sem sam­kvæmt vef­síðu fyr­ir­tæk­is­ins flytur nú út ýmsar fisk­teg­undir frá Íslandi um allan heim.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins árið 2017 átti hver þeirra þriggja um þriðj­ungs­hlut í félag­inu, en í árs­reikn­ingnum ári seinna var eig­in­kona Hákons orð­inn eini hlut­haf­inn í félag­inu og hefur hún verið það síð­an.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð