fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Ruddist inn í íbúð, braut og bramlaði, en sleppur við refsingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. desember 2022 16:30

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt mann fyrir húsbrot og fíkniefnabrot vegna atvika sem áttu sér stað fyrir tveimur árum, í nóvember árið 2020.

Maðurinn var sakaður um að hafa ruðst inn í íbúð og verið með ógnandi hegðun í garð húsráðanda, sem bað hann um að fara. Hafi hann brotið hurð og hurðarkarm að salerni og auk þess brotið salernisrúllu á salerni íbúðarinnar.

Auk þess var maðurinn sakaður um að hafa haft í vörslu sinni kókaín og fleiri eftirlitsskyld efni, fannst þetta á honum þegar lögregla kom á vettvang og handtók hann.

Maðurinn játaði brotin skýlaust. Er hann með hreint sakarvottorð. Tekið var tillit til þess við ákvörðun dómsins, sem og til þess að töluverður dráttur hefur orðið á meðferð málsins sem hinn ákærði ber ekki sök á. Einn þáttur í viðbót sem varð til þess að manninum var ekki gerð refsing

Var ákvörðun refsingar hins ákærða frestað og skal hún falla niður að tveimur árum liðnum ef hann heldur almennt skilorð. Einn þáttur í viðbót sem varð til þess að manninum var ekki gerð refsing var ungur aldur hans. Ekki kemur þó fram hve ungur hann er.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósátt við að refaskytta hafi verið valin með hlutkesti

Ósátt við að refaskytta hafi verið valin með hlutkesti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Allar líkur á ákæru um mánaðamótin

Gufunesmálið: Allar líkur á ákæru um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót