fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Iðgjöld bifreiðatrygginga hafa hækkað umfram verðlagshækkanir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. desember 2022 09:00

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2016 til 2021 hækkuðu iðgjöld bílatrygginga heimila landsins um 1.840 milljónir umfram verðlagshækkanir. Þar af hækkuðu iðgjöld af skyldutryggingum um 1.093 milljónir og um 747 milljónir af frjálsum tryggingum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Ágúst Bjarna Garðarsson, þingmanns Framsóknarflokksins, um hækkanir á tryggingariðgjöldum.

Fréttablaðið hefur eftir Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðareigenda, að þessar hækkanir séu til marks um græðgi og að félagið hafi reynt að vekja athygli á þeim fákeppnistilburðum sem virðist vera í gangi á þessum markaði.

Hann segir að félagið telji að Fjármálaeftirlit Seðlabankans eigi að hafa eftirlit með þessu þar sem hluti af tryggingunum sé lögboðinn og því sé eðlilegt að yfirvöld hafi eftirlit með þeim. Þetta sé eitthvað sem eigi að vega þungt hjá Seðlabankanum sem sé að reyna að gæta þess að verðlag fari ekki úr böndunum.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósátt við að refaskytta hafi verið valin með hlutkesti

Ósátt við að refaskytta hafi verið valin með hlutkesti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Allar líkur á ákæru um mánaðamótin

Gufunesmálið: Allar líkur á ákæru um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót