fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Var fluttur af Landspítalanum í sumar og settur í umsjá föður síns – Rannsaka nú meint ofbeldi föðurins gegn drengnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 07:04

Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli í sumar þegar sýslumaður, með aðstoð lögreglunnar, flutti dreng, sem var í lyfjagjöf á Landspítalanum, á brott og setti í umsjá föður hans. Drengurinn hafði verið í umsjá móður sinnar fram að því. Nú er drengurinn aftur í umsjá móður sinnar og verið er að rannsaka hvort faðir hans hafi beitt hann ofbeldi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að lögreglan á Vesturlandi sé nú að rannsaka mál beggja foreldra. Faðirinn er grunaður um að hafa beitt drenginn líkamlegu og andlegu ofbeldi en móðirin er grunuð um barnsrán.

Fram kemur að grunur hafi vaknað í október um að faðirinn beitti drenginn líkamlegu og andlegu ofbeldi.

Móðirin er sögð hafa ítrekað reynt að ná sambandi við barnaverndarnefnd vegna gruns um að faðirinn beitti drenginn ofbeldi en án árangurs. Í kjölfarið var drengurinn sóttur og settur í umsjá móður sinna. Það kærði faðirinn til lögreglu og af þeim sökum er mál móðurinnar til rannsóknar hjá lögreglunni.

Drengurinn var vistaður hjá óháðum aðila og í lok nóvember sagði hann sérfræðingum í Barnahúsi að faðir hans hefði beitt hann ofbeldi. Frá þeim tíma hefur hann verið vistaður hjá móður sinni.

Fréttablaðið segir að í greinargerð Borgarbyggðar um málið komi meðal annars fram: „. . . ef XX gerði eitthvað vitlaust, þá yrði faðir reiður, hann hrinti honum og sparkaði í hann. Hann greindi frá því að faðir sparkaði oftast í fæturna á honum en hefði líka sparkað í magann og snúið upp á hendur.“

Er það mat starfsmanna barnaverndar að frásögn drengsins sé trúverðug.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grófu heilaga Teresu upp og settu hana í sýningu – Lítur merkilega vel út 500 árum frá dauða sínum

Grófu heilaga Teresu upp og settu hana í sýningu – Lítur merkilega vel út 500 árum frá dauða sínum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að enginn sjávarútvegur í heiminum hafi fengið meiri meðgjöf frá ríkinu en sá íslenski

Segir að enginn sjávarútvegur í heiminum hafi fengið meiri meðgjöf frá ríkinu en sá íslenski
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“