fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp á Landspítalanum – Kona á sextugsaldri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. desember 2022 17:47

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur hjúkrunarfræðingi á geðdeild Landspítalans. Hin ákærða er kona á sextugsaldri.

RÚV greinir frá.

Konan starfaði á geðdeild 33C á Landspítalanum. Er hún ákærð fyrir manndráp og brot í opinberu starfi.

Málið kom upp í ágústsmánuði árið 2021. Konan er grunuð um að hafa þvingað næringarvökva ofan í sjúkling, sem einnig var kona á sextugsaldri, með þeim afleiðingum að vökvinn barst í lungu sjúklingsins, sem kafnaði.

Samkvæmt frétt RÚV hefur rannsókn málsins verið umfangsmikil og hafa yfir 20 vitni verið yfirheyrð. Konan hefur ekki starfað á spítalanum síðan málið kom upp. RÚV hefur heimildir fyrir því að samstarfsfólk konunnar hafi lýst yfir áhyggjum af starfsháttum hennar og talið hugsanlegt að hún bæri ábyrgð á andláti sjúklingsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögðu af stað í skínandi veðri á laugardag – Annað blasti við í gærmorgun

Lögðu af stað í skínandi veðri á laugardag – Annað blasti við í gærmorgun
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Burðaðist með áföllin eftir snjóflóðin 1995 á bakinu í rúma tvo áratugi – „Ég lagði allt sem ég gat í þessa leit og meira til“

Burðaðist með áföllin eftir snjóflóðin 1995 á bakinu í rúma tvo áratugi – „Ég lagði allt sem ég gat í þessa leit og meira til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík