fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Kornungir meintir stórsmyglarar ákærðir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 10:00

Kókaín. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál gegn tveimur ungum mönnum sem ákærðir eru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum. Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa í félagi staðið að innflutningi á tæplega 1,7 kg af kókaíni hingað til lands frá Finnlandi. Atvikið átti sér stað þann 29. september síðastliðinn. Mennirnir voru með efnin falin í pakkningum innvortis. Pakkningarnar voru samtals 152.

Söluverðmæti efnanna er á bilinu 30 til 40 milljónir króna.

Annar maðurinn býr í Breiðholtinu og er fæddur árið 2002. Hann ber erlent nafn. Hinn maðurinn er lettneskur ríkisborgarri og er aðeins 18 ára gamall, fæddur árið 2004.

Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Réttað verður í málinu á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga