fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Kannabisneytandi á flótta á hlaupahjóli með hundinn meðferðis

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 05:57

Lögreglumaður við störf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var lögreglunni tilkynnt um kannabislykt í Hlíðahverfi. Þegar lögreglan kom á vettvang flúði meintur gerandi af vettvangi á rafmagnshlaupahjóli og var með hund á palli hjólsins. Eftirförin var stutt en hún endaði á Klambratúni þar sem viðkomandi var króaður af og handtekinn fyrir að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu.

Í kjölfarið voru hinn handtekni og hundurinn hans fluttir á lögreglustöð. Því næst var húsleit gerð heima hjá hinum handtekna. Þar fannst lítilræði af meintum fíkniefnum.

Á ellefta tímanum hafði lögreglan afskipti af tveimur aðilum sem eru grunaðir um vörslu og neyslu fíkniefna. Hald var lagt á meint fíkniefni.

Í Bústaðahverfi var tilkynnt um líkamsárás á fyrsta tímanum í nótt. Bæði meintur gerandi og árásarþoli voru á vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Málið unnið með hefðbundnum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“