fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Ber Votlendissjóð þungum sökum – „Þetta er hreint og klárt dýra­níð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. nóvember 2022 13:25

Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri Votlendissjóðs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Hólm Guð­bjarts­son, bóndi í Grænu­hlíð í Arnar­firði, sakar Vot­lendis­sjóð um dýraníð vegna frá­gangs þeirra á fyllingu skurða á svæðinu. Hann missti á dögunum rollu sem drukknaði í keldu sem myndaðist þegar fyllt hafði verið upp í skurð. Víðir birti myndband á Facebook-síðu sinni þar sem sjá mátti hræ skepnunnar og segir hann að dauðastríð hennar hafi verið átakanlegt. Í samtali við Fréttablaðið segir Víði að Votlendissjóður væri að búa til dauðagildrur fyrir skepnur og menn með frágangi sínum sem væri með hreinum ólíkindum. Rollan hafi drukknað í grunnu vatni eftir að hún hafi fest sig í drullu. Dauði rollunnar hafi því verið dreginn á langinn.

„Þetta er grunnt vatn þarna en það er bara orðið að drullu og hún hefur fest sig þarna og hún hefur lík­legast verið í ein­hvern sólar­hring að veslast og drepast. Hún hefur verið búin að krókna úr kulda. Þetta er hreint og klárt dýra­níð,“ segir hann.

Hann fordæmir Votlendissjóð fyrir að girða svæðið ekki af og vill meina að sjóðurinn geri honum næstum því ókleift að búa áfram á Grænuhlíð en rollan drapst á nærliggjandi jörð sem Víðir hefur leyfi til þess að nota sem beitiland.

Einar Bárðar­son, fram­kvæmda­stjóri Vot­lendis­sjóðs, segir það miður hvernig þarna fór en þó verði að halda til haga umrædd framkvæmd var gerð að beiðni land­eig­anda svæðisins og með samningi við þau. Þá segir hann ekki vera á­hættu­laust að láta sauð­fé ganga laust á Ís­landi. „Áður var þarna skurða­kerfi upp á 7 kíló­metra sem var ekki hættu­laust fyrir sauð­fé,“ segir Einar.

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins

Myndbandið sem Víðir birti af hræi dýrsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð