Söng- og leikkonan Irene Cara er látin, 63 ára að aldri. Cara var barnastjarna en frægðarsól hennar reis hæst þegar hún lék aðalhlutverkið og söng titillagið í dansmyndinni Fame árið 1980 sem fór sigurför um heiminn og var Cara tilnefnd til tveggja Grammy-verðlauna í kjölfarið.
Árið 1984 gerði hún þó enn betur þegar hún söng titillagið í annarri dansmynd, Flashdance, en þá hlaut hún Grammy- og Óskarsverðlaun fyrir flutning sinn. Frægðarsól hennar hnignaði nokkuð eftir áttunda áratuginn en Cara hélt þó áfram að koma fram í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og sviði allan sinn feril.