fbpx
Mánudagur 30.janúar 2023
Fréttir

Jón Svanberg tekur við sem framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. nóvember 2022 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar ohf. og mun hefja störf um áramótin.

Jón stundaði nám við Lögregluskólann á árunum 1993-1996 og er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands frá 2018. Hann hefur þar að auki lokið stjórnunarnámi við Lögregluskólann ásamt námi í mannauðsstjórnun hjá Endurmenntun HÍ. Jón Svanberg starfaði sem lögreglumaður og varðstjóri hjá Sýslumanninum á Ísafirði og lögreglunni á Vestfjörðum ár árunum 1993-2009. Hann var svo framkvæmdastjóri Hvíldarkletts ehf. (síðar Iceland ProFishing) á árunum 2009-2013, svo framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2013-2021. Jón er í dag fagstjóri aðgerðarmála hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra þar sem hann sinnir meðal annars verkefnastjórn við framkvæmd stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum og hefur umsjón með Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna.

Núverandi framkvæmdastjóri, Þórhallur Ólafsson, varð sjötugur á árinu og lætur af störfum um áramótin eftir að hafa verið framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar frá árinu 1999 og á þeim tíma leitt starfsemi og uppbyggingu 112 og Tetra kerfisins um land allt. Hann hlaut nýverið viðurkenningu frá viðbragðsaðilum í landinu fyrir frumkvöðulsstarf í neyðarsímsvörun og uppbyggingu neyðar- og öryggisfjarskipta á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðir og börn hennar í Hveragerði undir linnulausum ofsóknum í síma – „Þetta eru auðvitað bara krakkar en það þarf að stoppa þetta“

Móðir og börn hennar í Hveragerði undir linnulausum ofsóknum í síma – „Þetta eru auðvitað bara krakkar en það þarf að stoppa þetta“
Fréttir
Í gær

Sonur Signýjar í fráhvörfum vegna heróínfíknar og fær ekki aðstoð – „Ég er farin að hugleiða að ná sambandi við dópsala“

Sonur Signýjar í fráhvörfum vegna heróínfíknar og fær ekki aðstoð – „Ég er farin að hugleiða að ná sambandi við dópsala“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frétta­vaktin: Fúk­yrði, raf­­­byssur og greddu­­menn á hvíta tjaldinu

Frétta­vaktin: Fúk­yrði, raf­­­byssur og greddu­­menn á hvíta tjaldinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Wagnerliðar murkaðir niður og Prigozhin fallinn í ónáð í Kreml

Wagnerliðar murkaðir niður og Prigozhin fallinn í ónáð í Kreml
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Með einnar milljónar króna kröfu á bakinu fyrir að hafa áreitt starfskonu á veitingastað

Með einnar milljónar króna kröfu á bakinu fyrir að hafa áreitt starfskonu á veitingastað
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Kolbrún komin heim