fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Innbrotsþjófur handtekinn – Síbrotaþjófur staðinn að verki

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 06:22

Lögreglumaður við störf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í veitingastað í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Meintur innbrotsþjófur var handtekinn á vettvangi. Á sjöunda tímanum í gær var kona stöðvuð er hún var á leið út úr verslun í Vesturbænum með vörur sem hún hafði ekki greitt fyrir. Starfsmaður sagði konuna hafa gert þetta ítrekað.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og var um ítrekað brot að ræða hjá honum hvað varðar að aka sviptur ökuréttindum.

Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir margvísleg umferðarlagabrot.

Á tíunda tímanum varð umferðaróhapp á gatnamótum í Kópavogi. Engin slys urðu á fólki en annar ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið gegn rauðu ljósi.

Í Garðabæ var kona stöðvuð þegar hún var á leið út úr verslun á fimmta tímanum í nótt með vörur sem hún hafði ekki greitt fyrir.

Í Miðborginni var 17 ára piltur stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslun með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir. Forráðamanni hans var gert viðvart um málið sem og barnaverndaryfirvöldum.

Á áttunda tímanum kviknaði í bekk við Álftamýrarskóla. Ungir krakkar voru sagðir hafa verið að kveikja eld í ruslafötu við bekkinn og læsti eldurinn sig síðan í bekkinn. Borgarar komu með vatn í fötu og slökktu eldinn að mestu en slökkvilið sá um að ljúka verkinu.

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um eld í ruslatunnu við sjúkrahús í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Lögreglumenn slökktu eldinn með handslökkvitæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025
Fréttir
Í gær

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum
Fréttir
Í gær

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“