fbpx
Mánudagur 30.janúar 2023
Fréttir

Satanistinn Ingólfur Örn tapaði máli í Héraðsdómi og má ekki heita Lúsífer – „Þetta eru mikil vonbrigði“

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 11:43

Ingólfur Örn Friðriksson íhugar næstu skref í máli sínu gegn ríkinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru mikil vonbrigði að þessi dómur hafi ekki fallið mér í hag,“ segir Ingólfur Örn Friðriksson, yfirlýstur satanisti.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfu Ingólfs Arnar sem hefur tvisvar óskað eftir því að fá nafnið Lúsífer viðurkennt hjá mannanafnanefnd svo hann geti breytt eiginnafni sínu í Þjóðskrá.

Ingólfur Örn segist ekki vera búinn að ákveða næstu skref en telur ekki ólíklegt að málinu verði áfrýjað til Landsréttar en hann muni fyrst funda með lögfræðingi sínum og fara yfir dóminn.

„Fyrir mér snýst málið ekki síst um persónu- og tjáningafrelsi. Hver vill búa í samfélagi þar sem að slíkt frelsi er ekki til staðar?,“ segir Ingólfur og viðurkennir fúslega að baráttan sé ekki síður ákveðin uppreisn gegn ríkjandi gildum og .

200 Íslendingar stunda eða hafa áhuga á satanisma

Hann hefur verið virkur þátttakandi í Kirkju Satans (e. Church of Satan) síðan 2001 og hefur í tvo áratugi íhugað að breyta nafni sínu svo það tengist satanisma. Hann lét vaða þegar að mannanafnanefnd hafnaði nafninu með enskri stafsetningu á sínum tíma og hefur síðan barist fyrir rétti sínum til að ráða sínu eiginnafni.

Kirkja Satans er ekki skráð trúfélag hér á landi en Ingólfur Örn segir að hugmyndir um slíkt séu vissulega uppi á borðinu. „Það er orðið flóknara núna eftir storminn í kringum Zúista-söfnuðinn en í kjölfarið voru lög og reglur hertar verulega. Þetta er eitthvað sem að kemur þó fyllilega til greina í framtíðina,“ segir Ingólfur Örn og bætir við að um 200 Íslendingar sem stundi eða hafi áhuga á satanisma séu á skrá hjá sér.

Að hans sögn snúast trúarbrögðin ekki um trú á neitt yfirnáttúrulegt heldur snúist fyrst og fremst um að taka sjálfur stjórnina á eigin lífi og að treysta ekki á æðri máttarvöld varðandi hvaða braut líf einstaklingsins fetar. Satanismi spretti upp úr samfélagi þar sem kristni er allsráðandi og sé að mörgu leyti tákn fyrir mannlegt eðli.

Hann segist nota bæði Ingólfs- og Lúsífer-nafnið. „Það er ákveðinn hópur sem kallar mig Lúsífer en fyrir öðrum er ég Ingólfur Örn,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys á Seltjarnarnesi

Alvarlegt umferðarslys á Seltjarnarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Kolbrún komin heim