fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Ekið á gangandi vegfaranda í Kópavogi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 06:04

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda tímanum í gær var ekið á gangandi vegfaranda í Kópavogi. Um fertugan karlmann er að ræða. Hann hlaut áverka á höfði og mjöðm og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Í Árbæjarhverfi var ofurölvi maður handtekinn á níunda tímanum. Hann svaf ölvunarsvefni utandyra og var með áverka í andliti. Sjúkraflutningsmenn könnuðu ástand mannsins og síðan var hann vistaður í fangageymslu.

Klukkan 21 var tilkynnt um ofurölvi mann sem var til vandræða á bensínstöð í Árbæjarhverfi. Hann hafði öskrað og slegið í afgreiðsluborðið með þeim afleiðingum að það brotnaði upp úr því. Maðurinn fór síðan af vettvangi  en sneri aftur skömmu fyrir miðnætti og veittist að starfsmanni. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Við leit á honum fundust munir sem eru taldir vera þýfi.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka á móti rauðu ljósi.

Ofurölvi maður var handtekinn á veitingastað í Hlíðahverfi á áttunda tímanum. Hann gat ekki greitt fyrir veitingar sem hann hafði fengið og svaf ölvunarsvefni þegar lögreglan kom á vettvang. Hann var vistaður í fangageymslu.

Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi. 3.000 krónum var stolið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“
Fréttir
Í gær

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma
Fréttir
Í gær

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu
Fréttir
Í gær

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“