fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins ásakar Unni harðlega – Sagði dómsmálaráðherra hafa hótað sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 13:47

Unnur Berglind Friðriksdóttir. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjörbréfanefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni Unnar Berg­lindar Frið­riks­dóttur, for­manns Sjálf­stæðis­félagsins í Kópa­vogi, í garð nefndarinnar. Í yfirlýsingunni er hún sögð hafa vegið ómaklega að starfsfólki flokksins.

Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Eins og DV greindi frá fyrr í dag segist Unnur hafa fengið hótunarsímtöl frá mönnum innan Sjálfstæðisflokksins, meðal annars frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, í tengslum við formannskjörið á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Unnur styður Guðlaug Þór í formannskjörinu.

„Ég er sjálfstæðiskona og hef alltaf verið sjálfstæðiskona. Ég trúi á lýðræði, frelsi og einstaklinginn. En undanfarnir dagar hafa verið mínu sjálfstæðishjarta erfiðir og þau vinnubrögð sem viðhöfð eru í mínum flokki hafa gengið fram af mér,“ sagði Unnur í Facebook-færslu um málið.

Í færslunni segist Unnur vera að vísa til vinnubragða stuðningsmanna annars frambjóðandans og starfsmanna Valhallar sem koma henni fyrir sjónir sem „strengjabrúður þess frambjóðanda“ en frambjóðandinn sem um er að ræða er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Í samtali við DV sagði Unnur að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefði verið með dómsdagsspár varðandi það hvað tæki við ef Guðlaugur Þór næði kjöri sem formaður flokksins. Unnur segist hafa verið boðuð til yfirheyrslu í Valhöll og hún sökuð þar um svindl í tengslum við val á landsfundarfulltrúum.

Í yfirlýsingu kjörbréfanefndarinnar er ásökunum Unnar vísað á bug og sagt að hún vegi ómaklega að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins. Í yfirlýsingunni segir meðal annars:

„Í færslu formanns Sjálfstæðisfélags Kópavogs er vegið ómaklega að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins og látið í veðri vaka að það vinni fyrir einn frambjóðanda umfram annan. Kjörbréfanefnd vísar þessum fullyrðingum formannsins á bug.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi