fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Hvað vitum við um harmleikinn í Ólafsfirði? – Þrjú í gæsluvarðhaldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. október 2022 09:39

Ólafsfjörður - Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjár manneskjur voru í gærkvöld úrskurðaðar í vikulangt gæsluvarðhald vegna manndráps í Ólafsfirði. Atvikið átti sér í fjölbýlishúsi við Ólafsveg. Var maður þar stunginn með eggvopni á þriðja tímanum aðfaranótt mánudags. Þrír sjúkrabílar, fjórir lögreglubílar og einn sérsveitarbíll komu á vettvang. Lífgunartilraunir yfir manninum á vettvangi báru ekki árangur og lést hann af sárum sínum. Annar maður á staðnum var með áverka en fékk aðhlynningu á sjúkrahúsi, samkvæmt fréttatilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Fjórar manneskjur voru handteknar vegna málsins í gær, þar af var einum sleppt. Þrjú voru hins vegar úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í gærkvöld vegna rannsóknarhagsmuna. Eru það tvær konur og einn karlmaður. Samkvæmt RÚV er lengd gæsluvarðhaldsins í samræmi við kröfur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Samkvæmt heimildum DV er þar um að ræða konu sem var gestgjafinn í íbúðinni við Ólafsveg þar sem atvikið átti sér stað, gestkomandi konu og gestkomandi karlmann. Samkvæmt heimildarmanni á Ólafsfirði sem DV ræddi við í gær fór hinn látni reiður á vettvang, en hann bjó í sömu götu, og tengdist reiði hans deilum við karlmanninn sem er í gæsluvarðhaldi um eiginkonu hins látna. Samkvæmt sömu heimildum var eiginkona hins látna í íbúðinni og fór hinn látni á vettvang til að ná í konuna.

Sjá einnig: Íbúi í Ólafsfirði fékk ískyggilegt símtal eftir voðaverkið í nótt:„Núna hefur eitthvað slæmt gerst“

Atvik eru að öðru leyti óljós fyrir utan það að átök brutust út sem lyktaði með hinu hörmulega dauðsfalli. Hinn látni var fæddur árið 1976 og var aðfluttur úr Reykjavík en hafði búið nokkurn tíma á Ólafsfirði.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“