fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Harðneitar því að magakveisa herji á hótelið – Segir suma viðskiptavini gera út á afslátt eða betra herbergi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. október 2022 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jone Urrutia, fjölmiðlafulltrúi Bitácora-hótelsins á Tenerife, hefur haft samband við DV vegna fréttar miðilsins þar sem íslenskur gestur á hótelinu staðhæfði að þar geisaði magakveisa með útbreiddum niðurgangi og uppköstum. Einn úr hans hópi hefði fengið kveisuna en margir fleiri, honum óskyldir, hefðu veikst.

Sjá einnig: Enn berast frásagnir af heiftarlegri magakveisu á Bitácora-hótelinu – „Saurslóð á klósettið og ælandi fólk í matsal“

Málið var einnig til umfjöllunar í sumar, sjá eftirfarandi frétt:

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar

Jone segist hafa orðið steinhissa við lestur fréttar DV því undanfarið hefði aðeins einn gestur, kona, kvartað undan magakveisu, en hún hefði ekki þegið boð hótelsins um læknishjálp. Viðmælendur DV í fréttinni á dögunum sögðust hafa viljað koma á framfæri ábendingum um að eitthvað yrði gert í málinu en þeim hefði verið mætt með hótunum um málsókn. Af þeim ástæðum vildu þau ekki koma fram undir nafni í fréttinni.

Jone segir ennfremur í vinsamlegum tölvupóstskrifum sínum við blaðamann DV:

„Það eru allt að 800 gestir hér stundum á sama tíma á hótelinu og því er eðlilegt að einhverjir séu slappir á einhverjum tímapunkti en það er ekkert veikindavandamál hérna á hótelinu. Því miður hafa margir viðskiptavinir uppgötvað þetta sem leið til að sleppa við að borga eða fá betra herbergi án endurgjalds (e. free upgrade). Þetta gerðist fyrir tveimur árum varðandi fjölda breskra viðskiptavina víðsvegar um Kanaríeyjar. Því máli lauk fyrir dómstólum.“

Ljóst er að fullyrðingar fjölmiðlafulltrúans stangast á við frásögn íslensku gestanna. Í samtölum við DV nefndu þau ekki að þau hefðu farið fram á afslátt eða betri herbergi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun