fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Sauð upp úr á bílastæði í Borgarnesi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. október 2022 17:30

Frá Borgarnesi. Mynd: Pjetur Sigurðsson. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgnesingur um fertugt hefur verið sakfelldur fyrir dómi að honum fjarstöddum, vegna líkamsárásar á konu á bílastæði, þann 30. desember árið 2021.

Dómur yfir manninum var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands þann 18. október síðastliðinn. Í ákæru er manninum gefin að sök „líkamsárás, með því að hafa fimmtudaginn 30. desember 2021, á bifreiðarstæði skammt frá … í …, veist að A…, kt. …, og slegið hana í andlitið, með þeim afleiðingum að A… hlaut væga yfirborðsáverka vinstra megin í andliti, eymsli alla vinstri kinn, eymsli vinstra megin á kjálka og á gagnaugasvæði að nefrótum vinstra megin,“ eins og segir í texta ákæru.

Í dómnum kemur fram að manninum var birt fyrirkall og ákæra en hann lét ekki sjá sig fyrir dómi og var hann dæmdur að honum fjarstöddum. Ennfremur kemur fram að maðurinn er með hreint sakavottorð, eða var með það fram að þessum dómi.

Niðurstaða dómsins er 30 daga skilorðsbundið fangelsi yfir manninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“