fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Ógnandi faðir úrskurðaður í nálgunarbann – „Haltu áfram að taka mynd af mér hóran þín“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. október 2022 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms sem ógilti ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurnesjum, þess efnis að maður sætti nálgunarbanni gagnvart barnsmóður sinni til 1. september 2023. Landsréttur setti nálgunarbannið aftur í gang en stytti það frá ákvörðun lögreglustjóra og er maðurinn í nálgunarbanni til 1. apríl 2023.

Maðurinn er meðal annars sakaður um að hafa heimsótt soninn á leikskóla utan þess tíma sem umgengnisréttur hans nær til. Einnig er hann sakaður um ógnandi hegðun á leikskólanum, eða eins og segir í úrskurði héraðsdóms:

„Þann 22. júní 2021 hringdi brotaþoli á lögreglustöð og tilkynnti að barnsfaðir hennar, kærði, hafi deginum áður verið að áreita hana. Sagði hún að þann dag hefði verið kynningafundur á leikskóla sonar aðila og þar hafi kærði mætt óvelkominn. Hefðu starfsmenn leikskólans, sem meðvituð eru um hagi barns aðila, ákveðið að leyfa kærða að sitja fundinn svo hann myndi ekki valda uppnámi á leikskólanum.“

Konan tilkynnti ítrekað um hótanir mannsins og áreiti gagnvart sér. Við afritun á símtæki konunnar kom í ljós að maðurinn hafði meðal annars sent henni 50 sms skilaboð á stuttu tímabili, sem mörg hver voru ógnandi og óviðeigandi í hennar garð.

Ennfremur er í úrskurðinum að finna þessa lýsingu á áreiti mannsins í garð konunnar:

„Hefði kærði ítrekað ekið framhjá heimili hennar og heimili foreldra hennar. Seinna um daginn hefði brotaþoli farið á ferðina ásamt syni aðila og hefði þá séð kærða vera að elta hana á bifreiðinni […]. Hefði brotaþoli stöðvað bifreið sína við […], og tekið mynd af kærða á síma sinn þar sem hann sat í bifreið sinni. Hún hafi í framhaldi ekið heim til sín og séð kærða elta hana að innkeyrslunni. Kærði hefði stöðvað bifreið sína, staðið upp úr henni, og öskraði á hana “haltu áfram að taka mynd af mér hóran þín“. Þegar þetta hefði gerst hefði sonur þeirra staðið við hlið brotaþola og heyrt þetta allt saman. Kvaðst brotaþoli hafa miklar áhyggjur af hegðun kærða og var í uppnámi þegar lögregla ræddi við hana.“

Úrskurði héraðsdóms og Landsréttar í málinu má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“