fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Stríðsherrann Kadyrov birtir myndskeið af táningssonum sínum á vígvellinum í Úkraínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. október 2022 17:30

Ramzan Kadyrov. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðsherrann Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, hefur birt myndband sem hann fullyrðir að sýni þrjá táningssyni leiðtogans á vígvellinum í Úkraínu. Í myndbandinu má sjá syni leiðtogans, Akhmat (16 ára), Eli (15 ára) og Adam (14 ára) skjóta úr sprengjuvörpum nálægt víglínunni.

Kadyrov, sem er náinn bandamaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, segir að synir hans hafi veitt rússneskum hermönnum, sem börðust gegn framrás Úkraínumanna, stuðning.

Skjáskot úr myndbandinu sem á að sýna táningssyni Kadyrov að berjast

Það vakti mikla athygli þegar Kadyrov greindi frá því í færslu á Telegram í byrjun mánaðarins að hann hygðist senda syni sína, sem allir hafa hlotið herþjálfun frá unga aldri, á vígvöllinn en stríðsherrann taldi að tími væri kominn til að þeir upplifðu alvöru átök.

Um er að ræða skýrt brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Rússland hefur undirritað og miðar að því að börn undir átján ára aldri taki ekki þátt í hernaðarátökum. Þá lítur Alþjóðasakamáladómstóllinn, ICC, á það sem stríðsglæp að börn undir fimmtán ára aldri taki þátt í hernaðarátökum, þó Rússar virði ekki þeirra lögsögu.

Hér má sjá myndband sem Daily Mail birti og sagt er vera af drengjunum

Rétt er þó að geta þess fullyrðingar Kadyrov eru iðulega ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Í mars á þessu ári montaði hann sig meðal annars af því að vera sjálfur á vígvellinum nærri Maríupól þar sem harðir bardagar geisuðu. Hann birti mynd því til sönnunnar en illu heilli mátti þar sjá merki bensínstöðvar sem er ekki með neinn rekstur í Úkraínu heldur aðeins Rússlandi.

Sjá einnig: Leiðtogi Téténa montaði sig af að vera að berjast í Úkraínu – Myndin sem hann birti kom upp um hann

Myndin sem Kadyrov birti og sannaði  að hann var ekki í Úkraínu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd
Fréttir
Í gær

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra