fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Köstuðu tómatsúpu yfir Sólblóm Van Gogh

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. október 2022 11:41

Mynd/Just Stop Oil

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aktívistar á vegum Just Stop Oil gengu inn í National Gallery safnið í London klukkan 11 í morgun, vopnuð tómatssúpu frá Heinz. Um er að ræða tvær konur sem klæddust báðar stuttermabolum merktum Just Stop Oil. Þegar inn á safnið var komið gengu þær að einu af merkustu málverkunum sem finna má á safninu, sólblómunum sem Vincent Van Gogh málaði. Þær námu staðar við meistaraverkið og köstuðu svo tómatsúpu yfir það.

„Hvort skiptir meira máli? List eða líf?“ öskraði svo önnur konan, hin 21 ára gamla Phoebe Plummer. „Hefurðu meiri áhyggjur af öryggi málverks? Eða öryggi plánetunnar okkar og fólksins?“ sagði hún svo. Þá bætti hún því við að olía væri orðin of dýr og að „milljónir fjölskyldna“ hafi ekki efni á því að hita dósasúpu.

Fólk á svæðinu tók andköf er þær köstuðu súpunni á verkið og kallað var á öryggisverði. Öllum þeim safngestum sem voru í herberginu var fylgt út af öryggisvörðum og í kjölfarið var herverginu lokað. Lögreglan hefur nú þegar handtekið konurnar tvær. „Lögreglumenn voru fljótir á vettvang í National Gallery í morgun,“ segir í færslu sem lögreglan birti á Twitter-síðu sinni.

Í yfirlýsingu sem National Gallery birti á Twitter-síðu sinni kemur fram að málverkið sjálft sé ekki skemmt. Þó séu minniháttar skemmdir á rammanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum
Fréttir
Í gær

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“