fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Ólafur Þór ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. október 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY. Hann tekur við starfinu af Þóru Eggertsdóttur og hefur störf í byrjun nóvember.

Ólafur Þór gegndi starfi forstjóra, aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra fjármálasviðs Skeljungs hf. á árunum 2019-2022. Þar áður gegndi hann ýmsum stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, hefur verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi, sinnt stjórnarsetu í nokkrum félögum og þá var hann endurskoðandi og meðeigandi hjá PricewaterhouseCoopers. Ólafur Þór sinnti jafnframt kennslu við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi.

Ólafur Þór segir um þessi tímamót: „Ég er þakklátur fyrir það tækifæri að fá að vera þátttakandi í áframhaldandi uppbyggingu PLAY sem er að mínu mati á mjög áhugaverðum stað. Ég hlakka til að fá að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem eru framundan og vonast til þess að reynsla mín og þekking úr ólíkum atvinnugreinum komi félaginu að gagni.“

Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, segir: „Það er okkur einstök ánægja að kynna Ólaf Þór til leiks enda mikill fengur að honum fyrir félagið. Hann býr yfir gífurlegri reynslu úr fjölbreyttum áttum og er góð viðbót við sterkan stjórnendahóp PLAY. Nú þegar hann tekur við okkar sterka fjármálateymi getum við stigið ákveðnum skrefum fram á við og haldið áfram að hækka flugið. Ég býð Ólaf Þór hjartanlega velkominn um borð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Salvar Þór 12 ára trónir enn á toppnum

Salvar Þór 12 ára trónir enn á toppnum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin