fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Fjársöfnun fyrir börn Gylfa Bergmanns Heimissonar – Var myrtur í Barðavogi á hvítasunnu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. október 2022 11:00

Gylfi Bergmann Heimisson. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það munar um að vakin sé athygli á þessu,“ segir Anita Hauksdóttir, systurdóttir Gylfa Bergmanns Heimissonar, sem myrtur var við heimili sitt í Barðavogi, laugardaginn 4. júní. Nágranni hans, Magnús Aron Magnússon, hefur verið ákærður fyrir morðið.

Gylfi Bergmann lætur eftir sig fjögur börn sem í ofanálag við sorgina þurfa nú að glíma við skuldir dánarbúsins. Börnin eru 24, 21, 12 og 3 ára. Fjársöfnun til styrktar börnunum hefur verið í gangi undanfarið en Anita vill nú að nýju vekja athygli á söfnuninni. „Afborganir á íbúðinni hans lenda á börnunum hans, það munar um hvern þúsundkall sem fólk getur lagt þeim lið,“ segir Anita.

Hún segir ennfremur í tilkynningu um málið: „Eftir því sem tíminn líður safnast aftur upp veruleg greiðslubyrði og mig langar að biðja ykkur og alla sem þið þekkið sem geta, að gefa af sér til þeirra. Hjálpa þeim að klára þetta ferli og leggja þeim lið, þó það sé ekki nema eitthvað smávegis. Margt smátt gerir eitt stórt.“

Reikningsupplýsingar fyrir söfnunina:

Aur: 820-8178

Kt: 110998-2369

Rnr: 0370-22-048906

Anita rifjar upp óhugnanlegt fráfall Gylfa og lýsir mannkostum barna hans. Hún biðlar til fólks um að verða þeim að liði:

„Gylfi var tekinn frá okkur eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar andlega veikur nágranni hans réðst á hann og tók líf hans með ofbeldisfullum og óhugsanlegum hætti.

Söknuðurinn eykst með hverjum deginum og þessi óhugnaður verður raunverulegri. En Gylfi skyldi eftir sig allra besta fjársjóð í heimi – börn sem eru með risastórt hjarta, hugrökk, metnaðarfull, jarðbundin og sterk.

Og mig langar svo innilega að biðja um fjárhagslega aðstoð, fyrir frændsystkin mín, sem eru að ganga í gegnum svo óraunverulegan, ósanngjarnan og erfiðan kafla í þeirra lífi núna. Þetta munar öllu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Í gær

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru