fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Vildi hvorki aðstoð lögreglu né sjúkraliðs

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. október 2022 09:32

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 00:40 í nótt var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kölluð til vegna líkamsárásar en þegar lögreglan mætti á svæðið vildi árásarþoli hvorki fá aðstoð lögreglu né sjúkraliðs. Árásin var talin minniháttar og var málið leyst á vettvangi. Þetta er á meðal þess sem greint er frá í dagbók lögreglu.

Nokkrum mínútum síðar var lögreglunni tilkynnt um aðila á skemmtistað sem var með vandræði við aðra gesti. Dyraverðir reyndu að vísa manninum burt en þeim tókst það ekki, var lögreglan þá fengin til aðstoðar og manninum var í kjölfarið vísað frá staðnum.

Þegar klukkan var að slá fjögur í nótt var tilkynnt um slagsmál í miðbænum milli dyravarða og gesta á skemmtistað. Þá var mikið um minniháttar mál á borði lögreglunnar í nótt, eins og tilkynningar um hávaða- og ölvunarmál.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis í nótt en annar þeirra var einnig grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Þá var sá ökumaður ekki með ökuréttindi. Báðir ökumennirnir fóru í gegnum hefðbundið ferli og voru lausir að því loknu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti