fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Nemandi í MH: „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. október 2022 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“

Er yfirskriftin á útprentuðu blaði sem hengt var upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Athygli hefur verið vakin á málinu á samfélagsmiðlinum Twitter en Fréttablaðið fjallaði um það fyrr í dag. Ljóst er að mikil óánægja er meðal nemanda í skólanum sem segist ekki kæra sig um að „FULL ON NAUÐGARAR“ sitji á móti sér í tímum, vinni með sér hópverkefni eða labbi um ganga skólans.

„Bara ein spurning Menntaskólinn við Hamrahlíð… viljiði gera eitthvað í þessu eða bara trúa því að þetta setur aðra nemendur í þessum skóla í hættu?“ segir á blaðinu. Þá hefur einnig verið skrifað á spegil í menntaskólanum: „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum.“

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru skólastjórnendur nú að funda með nemendum vegna málsins.

Hér fyrir neðan má sjá það sem stendur á blaðinu í heild sinni:

„Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“

Ég sem nemandi í MH kæri mig ekki fokking um að vita að FULL ON NAUÐGARAR sitja á móti mér í tímum, með mér í hópverkefnum og labba framhjá mér á göngunum.

Bara ein spurning Menntaskólinn við Hamrahlíð… viljiði gera eitthvað í þessu eða bara trúa því að þetta setur aðra nemendur í þessum skóla í hættu?

Gerið eitthvað for fucks sake ætla ekki að vera í sama skóla og strákur sem er kærður um að hafa nauðgað litlu frænku sinni“

„Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg