fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Bretar munu styðja Úkraínu þar til sigur hefur unnist á Rússum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 07:32

Úkraínskir hermenn í Kharkiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar munu styðja Úkraínu þar til sigur hefur unnist á rússneska innrásarhernum. Þetta mun James Cleverley, utanríkisráðherra, segja á landsfundi Íhaldsflokksins í dag.

Sky News skýrir frá þessu og segir að hann muni segja að allt frá upphafi innrásarinnar hafi Bretar verið „leikmenn á vellinum“ í stað þess að standa á hliðarlínunni. „Þess vegna stöndum við þétt við bak hinna hugrökku Úkraínubúa sem verja landið sitt,“ mun hann segja eftir því sem kemur fram í útdrætti úr ræðu hans sem fjölmiðlar hafa fengið í hendur.

Hann mun einnig segja að Bretar muni styðja við Úkraínubúa þar til sigur hefur unnist á rússneska innrásarhernum, þar til fullveldi landsins hefur verið tryggt að fullu á nýjan leik. Bretar muni aldrei viðurkenna innlimun Luhansk, Kherson, Zaporizhzhia eða Krím í Rússland.

„Þetta er Úkraína. Þegar Úkraínubúar hafa sigrað í þessu stríði munum við styðja þá við að endurreisa heimili sín, efnahaginn og samfélagið,“ mun hann segja.

Bretar hafa verið einu öflugustu stuðningsmenn Úkraínu frá upphafi stríðsins og hafa sent mikið af vopnum til landsins og annast þjálfun úkraínskra hermanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin