fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
Fréttir

Fingralangur gestur stal úlpu, bíllyklum og fartölvu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 05:10

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði. Þar hafði fingralangur gestur stolið úlpu, sem bíllyklar voru í, og fartölvu.

Í miðborg Reykjavíkur var tilkynnt um innbrot í íbúðarhúsnæði klukkan 19. Þar hafði verið farið inn um glugga og verðmætum stolið.

Á öðrum tímanum í nótt missti ökumaður stjórn á bifreið sinni og ók á ljósastaur á Kringlumýrarbraut. Flytja þurfti bifreiðina á brott með kranabifreið.

Tilkynnt var um slagsmál í Hlíðahverfi á öðrum tímanum í nótt. Þar var maður í annarlegu ástandi handtekinn en hann er grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á ellefta tímanum í gær var ökumaður handtekinn eftir að hraði bifreiðar hans mældist 126 km/klst á Reykjanesbraut í Kópavogi en leyfður hámarkshraði þar er 80 km/klst. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Á Breiðholtsbraut missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á ellefta tímanum í gærkvöldi og ók á ljósastaur. Flytja þurfti bifreiðina á brott með kranabifreið.

Einn ökumaður var handtekinn í Breiðholti í nótt en sá er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Á fjórða tímanum var maður handtekinn í Árbæjarhverfi en hann er grunaður um líkamsárás og vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Það eru allir bara skíthræddir og vilja ekki að börnin sín séu að fara á æfingarnar“

„Það eru allir bara skíthræddir og vilja ekki að börnin sín séu að fara á æfingarnar“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Höfuðkúpubrot og lífshættuleg hnífstunga í drykkjusamkvæmi í Reykjavík – Fær bætur sex árum eftir atvikið

Höfuðkúpubrot og lífshættuleg hnífstunga í drykkjusamkvæmi í Reykjavík – Fær bætur sex árum eftir atvikið
Fréttir
Í gær

Myndir: Skítleg umgengni ferðamanna í Fagradal – „Mikil ábyrgð hjá þeim sem leigja út þessa bíla“

Myndir: Skítleg umgengni ferðamanna í Fagradal – „Mikil ábyrgð hjá þeim sem leigja út þessa bíla“
Fréttir
Í gær

Flassari í Laugardal veldur usla – „Tilkynnt um afbrigðilega hegðun í hverfi 105“

Flassari í Laugardal veldur usla – „Tilkynnt um afbrigðilega hegðun í hverfi 105“
Fréttir
Í gær

„Örvæntingar- og hatursfull afvegaleiðing frá óþægilegum sannleika sem þeir vilja fela fyrir öðrum“

„Örvæntingar- og hatursfull afvegaleiðing frá óþægilegum sannleika sem þeir vilja fela fyrir öðrum“
Fréttir
Í gær

Meintir þolendur Brynjars eru undir 15 ára aldri – „Eitt af umfangsmestu málunum,“ segir héraðssaksóknari

Meintir þolendur Brynjars eru undir 15 ára aldri – „Eitt af umfangsmestu málunum,“ segir héraðssaksóknari