fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Neyðarstigi Almannavarna lýst yfir vegna COVID-19 í fjórða skipti – „Staðan er því þung og þyngist nú dag frá degi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 17:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þetta er í fjórða skipti sem lýst er yfir neyðarstigi Almannavarna vegna COVID-19, en hin skiptin voru þann 6. mars 2020, 4. október 2020 og 24. mars 2021.

Í tilkynningunni segir: „Þrátt fyrir að staðan sé eins og hún er í faraldrinum þá eru bjartari tímar fram undan og án efa ljós við enda ganganna. Allt mun þetta hefjast með samstöðunni sem við höfum ítrekað sýnt að er okkar besta vopn. Það er mat Sóttvarnalæknis og Almannavarna að ef samfélagið tekur sig saman, hægi á, minnki samgang eins og hægt er, sé um tímabundið ástand að ræða og landsmenn geti með hækkandi sól lifað með mun minni samkomutakmarkanir en nú eru í gildi.

Frá því að ómícron afbrigði kórónaveirunnar greindist hér fyrst í byrjun desember 2020 hefur COVID-19 faraldurinn verið í miklum vexti. Samfélagslegar takmarkanir voru hertar þann 23. desember sl. en þrátt fyrir þær takmarkanir hefur ekki tekist að fækka daglegum smitum innanlands að marki og eru þau þessa dagana 1.000-1.200, auk þess er veruleg aukning á smitum hjá þeim sem greinast daglega á landamærum. Þetta kemur fram í tilkynningunni en þar segir: „Staðan er því þung og þyngist nú dag frá degi.

Landsspítalinn var færður upp á neyðarstig 28. desember sl. og er það mat Landlæknis að staðan muni á næstunni þyngjast enn meira á fleiri heilbrigðisstofnunum; bæði vegna fjölgunar sjúklinga með COVID-19 sem og vegna fjölgunar starfsmanna í einangrun.  Ef spár um fjölda innlagna vegna COVID-19 ganga eftir má búast má við hraðri fjölgun innlagna á næstunni.

Í ljósi framangreinds er það mat ríkislögreglustjóra að rétt sé að lýsa yfir Neyðarstigi Almannavarna. Með því virkja fyrirtæki og stofnanir viðbragðsáætlanir sýnar um órofinn rekstur á hæsta stigi. Slíkt hefur ekki almenn áhrif á almenning en lýtur fyrst og fremst að þeim fyrirtækjum, stofnunum og viðbragðsaðilum sem hlutverki hafa að gegna í viðbragðsáætlun almannavarna og sóttvarnalæknis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk