fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Eliza og Willum á opnunarhátíð hjá Hugarafli

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. september 2022 15:00

Málfríður Hrund Einarsdóttir, Eliza Reid, Willum Þór Þórsson, Alma Möller og Auður Axelsdóttir við opnunina á nýja húsnæði Hugarafls í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugarafl bauð til opnunarhátíðar í nýjum húsakynnum félagsins að Síðumúla 6 í gær. Eliza Reed forsetafrú heiðraði félagið með komu sinni auk þess sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra hélt tölu um mikilvægi grasrótar í geðheilbrigðismálum. Fjöldi fólks mætti á opnunarhátíðina og var boðið upp á veitingar í tilefni dagsins.

Félagasamtökin Hugarafl er opið úrræði fyrir fólk með andlegar áskorannir auk þess sem þar fer einnig fram mjög öflug endurhæfing. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir 18 ára og eldri, sem hafa áhuga á að vinna í geðheilsu sinni á eigin forsendum. Starfsemin er algjörlega gjaldfrjáls, óháð búsetu og engin krafa er gerð um tilvísanir né geðsjúkdómagreiningar. Þá hafa samtökin verið ötul við að láta í sér heyra til að hafa áhrif á íslenskt geðheilbrigðiskerfi allt frá stofnun þeirra árið 2003.

„Við erum afar ánægð með að opna þessi nýju og góðu húsakynni félagsins. Þetta eru rúmir 700 fermetrar sem opna á mikla möguleika hjá okkur og veitir ekki af. Það er gríðarleg aðstókn til okkar en við leggjum mikið uppúr fallegri umgjörð í kringum starfið okkar. Við lítum á Hugarafl sem  sameiginlegan vinnustað okkar allra sem komum þangað. Þá eru miklir möguleikar og margt í farvatninu varðandi ennþá fjölbreyttari  sjálfshjálparhópa. Þá leggjum við líka mikla áherslu á jóga og listsköpun þ.m.t. tónlist, myndlist ofl í starfinu og má segja að umgjörðin í kringum það séu gerð sérlega góð skil. Það má segja að hugmyndafræði okkar sem er valdefling og bati sé í hávegum höfð í öllu sem kemur að okkar starfi,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gáði ekki að sér og sigldi á hafnarkantinn

Gáði ekki að sér og sigldi á hafnarkantinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Í gær

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“