fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Kona á Suðurnesjum ákærð fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi eiginmanni og annarri konu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. september 2022 09:56

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. október verður fyrirtaka við Héraðsdóm Reykjaness í máli konu sem ákærð er fyrir kynferðisbrot. Nánar tiltekið er konan sökuð um að hafa deilt mynd af getnaðarlimi þáverandi eiginmanns síns og tveimur nektarmyndum af konu til þriðja aðila. Þetta hafi hún gert án samþykkis eiginmannsins og umræddrar konu.

Segir í ákæru héraðssaksóknara í málinu, sem DV hefur undir höndum, að þessi háttsemi hafi verið til þess fallin að særa blygðunarsemi fólksins. Er konan sögð hafa gerst brotleg við 1. málsgrein 199. greinar a almennra hegningarlaga, en hún hljóðar svo:

„Hver sem útbýr, aflar sér eða öðrum, dreifir eða birtir myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi annars manns án hans samþykkis skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.“

Héraðssaksóknari krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrrverandi eiginmaður konunnar gerir kröfu um tvær milljónir króna í miskabætur. Konan sem sú ákærða dreifði nektarmyndum af fer fram á eina milljón króna.

Atvikin áttu sér stað í ágústmánuði árið 2020 en ákæra var gefin út í málinu þann 1. september síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“