fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Myndband sýnir mann stofna sér í lífshættu til að ná myndum – „Það hættulegasta sem ég hef séð túrista gera á Íslandi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. september 2022 11:44

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er án efa það lang heimskulegasta og hættulegasta sem ég hef séð túrista gera á Íslandi. Þessi gaur hoppaði yfir handriðið sem er efst hjá Skógarfossi og klifraði niður blautu og sleipu grasbrekkuna niður að brúninni á næstum 60 metra háaum fossi til að taka einhverjar myndir.“

Svona lýsir netverji, sem notast við nafnið BayAreaB5DashCamera á YouTube, myndbandi sem hann birti fyrir helgi á myndbandsveitunni undir yfirskriftinni: „Það hættulegasta sem ég hef séð túrista gera á Íslandi“.

Fréttablaðið vakti athygli á myndbandinu fyrr í dag en í því má sjá hvernig túristi stofnar sér í lífshættu til þess að taka myndir af fossinum. „Að sjá þennan hálfvita,“ heyrist sagt í myndbandinu á meðan túristinn tekur myndirnar.

Þegar túristinn er kominn til baka á útsýnispallinn gengur sá sem tók upp myndbandið að honum og segir: „Gerirðu þér grein fyrir því hversu hættulegt þetta var?“

Túristinn svarar spurningunni játandi. „Þetta er það sem ég lifi fyrir,“ segir túristinn svo. „Okei, þú ákveður hvað þú gerir, þetta er mjög heimskulegt.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“