fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Bólusetningar fyrir 60 ára og eldri hefjast á morgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. september 2022 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örvunarbólusetningar gegn Covid-19 fyrir 60 ára og eldri hefjast í Laugardalshöllinni á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Bólusetningarnar fara fram í Laugardalshöll. Bólusett verður milli klukkan 11 og 15 alla virka daga frá þriðjudeginum 27. september til föstudagsins 7. október og eru allir sem geta hvattir til að mæta.

Samhliða örvunarbólusetningu við Covid-19 verður boðið upp á bólusetningu við inflúensu fyrir þá sem vilja.

Fjórir mánuðir þurfa að hafa liðið frá því einstaklingur fékk þriðja skammt af bóluefni. Notast verður við nýja útgáfu af bóluefni við Covid-19 og verður því ekki boðið upp á grunnbólusetningu fyrir þá sem ekki hafa verið bólusettir áður. Fólk er vinsamlegast beðið um að mæta í stuttermabol innst klæða til að auðvelda bólusetningu.

Heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins munu annast bólusetningar fyrir sína skjólstæðinga.

Bólusetningar fyrir yngri en 60 ára

Þegar þessu bólusetningarátaki fyrir 60 ára og eldri er lokið, þann 7. október næstkomandi, er stefnt að því að bjóða þeim sem eru yngri en 60 ára bólusetningu á heilsugæslustöðvum. Verður þar einnig í boði bólusetning gegn inflúensu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu