fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Málfríður sendir út neyðarkall eftir bíræfinn þjófnað – „Stórtjón fyrir mig, einstæð móðir með lítið milli handanna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. september 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húðflúrarinn góðkunni, Málfríður Sverrisdóttur, varð fyrir áfalli í gærmorgun er brotist var inn í bíl hennar að Selási í Árbæ og þaðan stolið miklum verðmætum.

„Bílinn var gjörsamlega straujaður, ekki rykkorn eftir í honum,“ segir Málfríður en úr bílnum var tekin barnakerra af sömu gerð og sést í mynd með fréttinni, mjög mikilvægir pappírar, tvö stór rúmteppi og margt fleira.

„Ég bið ykkur innilega kæru vinir að hjálpa mér að hafa uppi á dótinu okkar því þetta er stórtjón fyrir mig, einstæð móðir með lítið milli handanna,“ segir Málfríður, sem þáði með þökkum boð DV um að greina frá þjófnaðinum og auglýsa eftir þýfinu.

Allir sem gætu haft upplýsingar um málið eru beðnir um að senda Málfríði einkaskilaboð í gegnum Facebook en tengill inn á síðu hennar og færslu um málið er hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill