fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Ökumaður rafmagnshlaupahjóls grunaður um að hafa verið undir áhrifum – Meiddist töluvert þegar hún féll af rafmagnshlaupahjóli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 05:33

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var rafmagnshlaupahjóli ekið á bifreið í vesturhluta Reykjavíkur. Ökumaður hlaupahjólsins er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Hann var fluttur til yfirheyrslu og látinn laus að því loknu.

Kona féll af rafmagnshlaupahjóli vesturhluta borgarinnar í gær og meiddist töluvert. Hún var flutt á bráðamóttöku Landspítalans.

Lögreglan hafði afskipti af hópi ungmenna sem var til vandræða í verslunarmiðstöð. Var hópurinn sagður hafa í hótunum við öryggisverði. Þegar lögreglan reyndi að ræða við hópinn og vísa honum út sýndi hann engin viðbrögð. Þegar færa átti einn úr hópnum út úr verslunarmiðstöðinni réðst hann á lögreglumann. Í framhaldinu komu foreldrar viðkomandi og barnaverndaryfirvöld að málinu.

Tveir menn eru grunaðir um að hafa stolið vörum úr verslun símafyrirtækis. Beðið er eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum til að hægt sé að ganga úr skugga um það.

Einn var vistaður í fangageymslu eftir að hann var handtekinn eftir að hafa verið með óspektir í Miðborginni.

Afskipti voru höfð af tveimur mönnum sem eru grunaðir um þjófnað. Hald var lagt á verkfæri og fleira hjá þeim.

Einn ökumaður var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Í gær

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Í gær

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins