fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Þingmenn Repúblikana fengu bréf með ógeðfelldu innihaldi í pósti

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 8. júlí 2022 19:30

Skítur skeður Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og fimm þingmenn Repúblikana í Ohio-fylki fengu frekar nöturlega póstsendingu í vikunni. Um var að ræða umslög, full af mannaskíti, sem voru persónulega stíluð á hvern og einn þingmann.

Blessunarlega voru starfsmenn bandarísku póstþjónustunnar í Cleveland á tánum – eða mögulega bara með lyktarskynið í lagi. Starfsmennirnir áttuðu sig áður en að bréfin voru áframsend á þingmennina og gerðu þau upptæk.

„Ég geri ráð fyrir að þetta sé mannaskítur,“ sagði John Fortney, fjölmiðlafulltrúi Repúblikanaflokksins þegar viðkomandi var spurður hvort að búið væri að greina hvort saurinn væri úr manni eða einhverju dýri.

Sagði Fortney síðan í viðtali við ABC að hann væri fokvondur vegna málsins. „Það eru aðeins hugleysingjar sem gera svona. Þeir þora ekki að segja skít við þig heldur senda hann bara í pósti,“ sagði Fortney.

Þingmaðurinn Jay Hottingar tók í sama streng. „Þetta er ógeðslegt og heimskulegt, þetta er eins óþroskað og hægt er.“

Talið er að skítasendingin tengist nýlegum lagabreytingum varðandi fóstureyðingar í Ohio-fylki. Í kjölfar hins umdeilda úrskurðs Hæstaréttar Bandaríkjanna eru fóstureyðingar orðnar ólöglegar í Ohio-fylki nema að líf móður sé í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“