fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Fyrrum forsætisráðherra Japan skotinn í miðri ræðu – Líkur taldar á að hann sé látinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. júlí 2022 06:25

Fyrri myndin er af Shinzo Abe í ræðustól en sú seinni er tekin skömmu eftir árásina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum forsætisráðherra Japan, Shinzo Abe, var skotinn af byssumanni í nótt. Árásin átti sér stað á meðan Abe hélt stuðningsræðu á kosningafundi fyrir frambjóðanda í borginni Nara.

Abe var sagður enn á lífi og með meðvitundþegar hann var fluttur á sjúkrahús í þyrlu og komið undir læknishendur. Ástand hans er grafalvarlegt og hefur fréttastofa AFP hefur greint frá því að Abe sýni engin lífsmörk og hafi virst í hjartastoppi.

Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japan

Abe, sem hætti sem forsætisráðherra Japan árið 2020, var í miðjum ræðuhöldum þegar árásarmaður steig fram og skaut tvisvar á hann með haglabyssu og hæfði að minnsta kosti annað skotið stjórnmálamanninn í hálsinn.

Greint hefur verið frá því að búið sé að handtaka ódæðismanninn sem grunaður er um verknaðinn. Sá er á fertugsaldri og er íbúi í borginni.

Núverandi forsætisráðherra Japan, Fumio Kishida, hélt blaðamannafund í kjölfar árásarinnar. Var hann augljóslega í uppnámi og sagði meðal annars að um ófyrirgefanlegan verknað væri að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“