fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Algalíf og HS Orka undirrita 15 ára samning um raforkukaup

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. júlí 2022 10:33

Orri Björnsson forstjóri Algalíf

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur undirritað nýjan 15 ára samning um kaup á umhverfisvænni raforku af HS Orku. Með samningnum tryggir Algalíf sér næga hreina orku vegna yfirstandandi stækkunar fyrirtækisins að Ásbrú í Reykjanesbæ.

Algalíf ræktar örþörunga og vinnur úr þeim fæðubótaefnið astaxanthín. Græn raforka er meðal mikilvægustu aðfanga Algalífs. Sá fyrirsjáanlegi stöðugleiki í orkuverði sem bundinn er í samninginn styrkir því alþjóðlega samkeppnisstöðu fyrirtækisins til langs tíma.

HS Orka er þekkt fyrir afhendingaröryggi og umhverfisvæna framleiðslu á raforku úr jarðvarma. Það fellur því einkar vel að umhverfisstefnu Algalífs að gera langtímasamning við HS Orku, en Algalíf leggur mikla áherslu á sjálfbærni, hreinleika afurða og lágmarks vistspor framleiðsluferla.

Framkvæmdir við stækkun verksmiðjunnar á Ásbrú ganga vel en framleiðslugetan mun þrefaldast og starfsmannafjöldi tvöfaldast úr 40 í 80 þegar framkvæmdum lýkur 2023. Áætlað er að árleg velta fari yfir fimm milljarða króna eftir stækkun og með tryggum aðgangi að raforku er ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtækið verði það stærsta á heimsvísu í framleiðslu á sjálfbæru náttúrulegu astaxanthíni.

Algalíf hefur verið í viðskiptum við HS orku frá því fyrirtækið var stofnað fyrir áratug. Stjórnendur beggja fyrirtækja eru ánægðir með samstarfið hingað til og vænta mikils af samstarfinu næstu árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“