fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Vélarvana bátur norðan við Drangsnes

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 15:13

Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hádegisbil í dag bárust stjórnstöð Landhelgisgæslunnar upplýsingar um vélarvana fiskibát skammt frá landi norðan við Drangsnes á Ströndum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Bátinn rak að landi en skipverjum tókst að stöðva rekið með því að setja út akkeri. Nálægur fiskibátur, Benni ST, hélt þegar til aðstoðar en að auki óskaði Landhelgisgæslan eftir aðstoð björgunarsveita á Hólmavík og Drangsnesi sem sendu björgunarbáta af stað til aðstoðar. Þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var við æfingar í Húnaflóa var einnig beint á vettvang.

Fiskibáturinn Benni ST bjó sig undir að taka vélarvana bátinn í tog en þar sem skipstjóri Benna ST var bara einn um borð var ákveðið að senda stýrimann þyrlunnar um borð í Benna ST, skipstjóra hans til aðstoðar við björgunaraðgerðir. Dráttataug var sett á milli bátanna og tókst Benna ST að draga vélarvana bátinn á frían sjó. Þar var stýrimaður þyrlunnar hífður aftur um borð í þyrluna en Benni ST hélt með vélarvana bátinn til hafnar á Drangsnesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“