fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Skortur á að Icelandair hafi upplýst farþega um allan rétt sinn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. júní 2022 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ljósi niðurfellingar flugs Icelandair innanlands í dag, lýsa Neytendasamtökin vonbrigðum með þann fjölda raskana sem orðið hafa á innanlandsflugi það sem af er ári, en fagna því að flugfélagið hafi brugðist við stöðunni með því að bjóða upp á þotuflug. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendasamtökunum.

Neytendasamtökin benda þó á að verulega skortir á að í tilkynningu Icelandair sé allur réttur farþega tilgreindur. Að mati samtakanna er afar líklegt að farþegar sem hafa orðið fyrir töf sem nemur meira en þremur klukkustundum eigi kröfu um greiðslu staðlaðra skaðabóta að upphæð €250. Hér eru upplýsingar um hvernig sækja megi um skaðabæturnar.

Vissulega gæti Icelandair borið því við að ástæður raskananna séu óviðráðanlegar og þær þar af leiðandi ekki skaðabótaskyldar. Sé það afstaða Icelandair, er það samt sem áður réttur farþega að Samgöngustofa skeri úr um hvort aðstæður hafi verið viðráðanlegar eða ekki. Neytendasamtökin telja mikilvægt að farþegar séu upplýstir um allan rétt sinn eins og kveður á um í 4. gr. reglugerðar 1048/2012 um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum og hvetja Icelandair til að bæta upplýsingagjöf sína og upplýsa farþega sína um allan rétt sem þeir kunna að eiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ellilífeyrisþegar sagðir hafa valdið vatnstjóni á gistiheimili

Ellilífeyrisþegar sagðir hafa valdið vatnstjóni á gistiheimili
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Í gær

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Í gær

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Í gær

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi