fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Lögregla sendir frá sér yfirlýsingu vegna umsátursins í Hafnarfirði – Segja mikla hættu hafa verið á ferð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 10:48

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umsáturs um byssumann við Miðvang í Hafnarfirði. Samkvæmt tilkynningunni stendur aðgerðin enn yfir en engan hefur sakað. Íbúi í húsinu er talinn hafa skotið á kyrrstæðan bíl fyrir utan húsið. Tilkynningin er eftirfarandi:

„Á áttunda tímanum í morgun var tilkynnt um skothvelli við fjölbýlishús á Miðvangi í Hafnarfirði, en grunur leikur á að íbúi í húsinu hafi skotið á kyrrstæða bifreið sunnan megin við fjölbýlishúsið. Þar eru bifreiðastæði, en gegnt húsinu er leikskóli. Aðgerðir lögreglu á vettvangi standa enn yfir, en starfsfólki og börnum á leikskólanum hefur verið gert að halda sig innandyra á meðan á þeim stendur og þá hefur verið lokað fyrir alla umferð um hluta Miðvangs. Engan sakaði í morgun, en ljóst er að mikil hætta var á ferð og var sérsveit ríkislögreglustjóra strax kölluð til vegna alvarleika málsins.

Engar frekari upplýsingar er hægt að veita að  svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjólreiðamaður fær nýtt tækifæri hjá Sjúkratryggingum – Brá mjög þegar bíll birtist skyndilega

Hjólreiðamaður fær nýtt tækifæri hjá Sjúkratryggingum – Brá mjög þegar bíll birtist skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörugjald af nýjum rafmagnsbílum fellt niður

Vörugjald af nýjum rafmagnsbílum fellt niður