fbpx
Miðvikudagur 22.júní 2022
Fréttir

Litháar loka fyrir vöruflutninga til Kalíningrad – Rússar hóta hefndum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 05:40

Kalíngrad. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Litháen hafa lokað fyrir vöruflutninga til Kalíningrad, sem er rússneskt yfirráðasvæði á milli Litháens og Póllands. Rússar hóta hefndum vegna þess og það vekur áhyggjur meðal stjórnmálamanna og embættismanna í Brussel.

Litháar hafa ekki bannað alla vöruflutninga, sem fara um Litháen, til Kalíningrad því bannið nær aðeins yfir þær vörur sem eru á lista Evrópusambandsins yfir vörur sem ekki má flytja til Rússlands.

Ráðamenn í Moskvu eru mjög ósáttir við þetta og utanríkisráðuneytið segir að Rússar áskilji sér rétt til að bregðast við þessu og verja þannig hagsmuni Rússlands.

The Guardian segir að þetta hafi hringt aðvörunarbjöllum í Brussel og hafi Josep Borrell, sem fer með utanríkismál í Framkvæmdastjórninni, sagt að Litháar séu einfaldlega að framfylgja refsiaðgerðum ESB gegn Rússlandi.

Aðspurður sagðist hann alltaf hafa áhyggjur af hefnd Rússa og benti á að Kalíningrad væri ekki einangrað því ekki væri bannað að ferðast frá svæðinu til annarra hluta Rússlands. Fólk geti því ferðast á milli Kalíningrad og annarra hluta Rússlands og einnig sé hægt að flytja vörur, sem ekki eru á bannlista ESB, til Kalíningrad.

Um hálf milljón býr í Kalíningrad sem Rauði herinn náði á sitt vald undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar en svæðið hafði tilheyrt Þýskalandi. Þar er Eystrasaltsfloti Rússa með höfuðstöðvar sínar. Íbúar í Kalíningrad hömstruðu ýmsar nauðsynjavörur um helgina eftir að yfirvöld á svæðinu sögðu að Litháar væru að undirbúa sig undir að stöðva lestarsamgöngur til svæðisins og skrúfa fyrir gasleiðslur.

Dmitry Peskov, talsmaður Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, sagði í gær að Rússar muni bregðast við þessari „ólöglegu aðgerð“. Hann sagði þetta brjóta gegn öllu og sé ólöglegt.

Íbúar í Kalíningrad þurfa að reiða sig á vöruflutninga með járnbrautarlestum frá Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Felix vænir stjórnendur í sundheiminum um transfóbíu – Segir hatrið „gjörsamlega yfirgengilegt“

Felix vænir stjórnendur í sundheiminum um transfóbíu – Segir hatrið „gjörsamlega yfirgengilegt“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Guðrún Aspelund ráðin sóttvarnalæknir

Guðrún Aspelund ráðin sóttvarnalæknir
Fréttir
Í gær

Eva kemur Arnari til varnar og gagnrýnir lögmannastéttina – „Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega“

Eva kemur Arnari til varnar og gagnrýnir lögmannastéttina – „Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega“
Fréttir
Í gær

Björn Þorláks fær 7 milljónir frá íslenska ríkinu

Björn Þorláks fær 7 milljónir frá íslenska ríkinu
Fréttir
Í gær

Segir þetta geta verið næsta skref Pútíns

Segir þetta geta verið næsta skref Pútíns
Fréttir
Í gær

„Við stöndum frammi fyrir helvíti á jörðu“

„Við stöndum frammi fyrir helvíti á jörðu“