fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Landspítalinn vill ræða við Lyra um ofsagróða fyrirtækisins

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. júní 2022 11:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindi Fréttablaðið frá gífurlegum hagnaði fyrirtækisins Lyra sem selur heilbrigðisvörur. Í fyrra seldi fyrirtækið vörur fyrir vel yfir fjóra milljarða króna og var hagnaður hátt í tveir milljarðar. Lyra er fjölskyldufyrirtæki en stóraukin sala á vörum fyrirtækisins á árunum 2020 og 2021 var til komin vegna kórónuveirufaraldursins. Gróðinn af sölunni var að mestu leyti sóttur til ríkisins í gegnum heilbrigðiskerfið. Eigendur Lyru greiddu sér allt að 750 milljónir króna í arð í fyrra.

Fréttablaðið greinir frá því í dag Landspítalinn muni óska eftir samtali við eigendur Lyra vegna þessa mikla gróða. Rætt er við Ólaf Darra Andrason, framkvæmdastjóra fjármála hjá Landspítalanum, sem segir: „Þessar tölur vekja athygli og ég geri ráð fyrir því að við munum eiga samtal við Lyru.“

Ekki var leitað útboða vegna þeirra vara sem ríkið keypti af Lyru í Covid-faraldrinum vegna þess að ástandið krafðist tafarlausra aðgerða og þurfti að hafa hraðar hendur við innkaup á nauðsynlegum vörum.

Fréttablaðið bar þá spurningu undir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hvort tilefni sé til skoðunar á rekstrartölum Lyru og hvort breytingar þyrfti að gera til að tryggja betur hagsmuni ríkissjóðs. Fréttablaðið fékk eftirfarandi svar:

„Heilbrigðisráðuneytið veitti heimild til handa LSH til kaupa á Cobas 87800 tæki fyrir sýkla- og veirufræðideild spítalans frá umboðsaðila Roche Diagnostics á Íslandi, Lyra ehf., í maí 2021, að upphæð 520 þús evrur eða uþb kr. 80.000.000.-

Það lá fyrir að mikilvægt var að styrkja tækjabúnað spítalans (landsins) til greiningar á sýnum og auka þannig afkastagetu í greiningum. Í heimsfarldri vegna covid-19 var gífurleg eftirspurn eftir lækningatækjum, öndunarvélum og tækjum til að greina sýni og hvarfefnum notuð til greininga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti