fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Stefnir í skelfilegt met í Svíþjóð – Morðtíðnin í hæstu hæðum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júní 2022 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í að skelfilegt met verði slegið í Svíþjóð á árinu. Frá janúar og fram til síðustu mánaðamóta voru 30 skotnir til bana þar í landi en síðustu tvö ár voru um 17 skotnir til bana á sama tíma hvort ár.

Lögreglan óttast því að metið frá 2020, sem var jafnað 2021, verði slegið í sumar eða haust en það er 47.

Danska ríkisútvarpið segir að sænskur almenningur sé ekki í neinum vafa um hver ástæðan fyrir þessari þróun sé: Sá vandi sem landið glímir við varðandi unga karlmenn sem eru í stríði við hver annan. Sem sagt átök glæpagengja.

Nú hefur sú breyting orðið á morðum af þessu tagi að þau einskorðast ekki lengur við stórborgirnar. Þau eru nú einnig framin í minni bæjum. Til dæmis má nefna að í Kalmar hafa þrír verið skotnir til bana á árinu en þar berjast glæpagengi um yfirráð yfir fíkniefnamarkaðnum. Í bænum búa um 36.000 manns.

Lögreglan segir að net glæpagengja í Svíþjóð sé flókið og gengin mjög mörg. Óttast lögreglan að enn fleiri morð verði framin í sumar. Yfirleitt hafi morðum, tengdum átökum glæpagengja, fjölgað á sumrin því þá sé bjart og auðveldara að finna fórnarlömbin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“