fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Gabríel Aron grunaður um stórhættulegar árásir en gengur laus

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. júní 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur í dag og gær birt tvær fréttir um meint ofbeldisverk ungs manns. Annars vegar er um að ræða meint húsbrot og blóðuga árás með hnífi á unga konu. Það atvik átti sér stað fimmtudaginn 2. júní en megintilefni fréttarinnar var að hinn grunaði var látinn laus í gær, sex dögum eftir handtöku, en það vekur konunni sem varð fyrir árásinni mikinn ótta.

Sjá einnig: Ofbeldismaður látinn laus sex dögum eftir húsbrot og stórhættulega líkamsárás – „Ég er skilin eftir í óvissu“

Hin fréttin birtist í dag og varðar húsbrot og líkamsárás á Birnu Karen Þorleifsdóttur sem átti sér stað í desember árið 2021. Gefin hefur verið út ákæra í því máli sem DV hefur nú undir höndum. Meðal sönnunarganga í málinu er upptaka af atvikinu úr öryggismyndavél.

Sjá einnig: Myndband:Birna náði árásinni á öryggismyndavél og gerandinn kemur fyrir dóm í október

Hinn ákærði í málinu heitir Gabríel Aron Sigurðarson og er fæddur árið 1998. Auk árásarinnar á Birnu Karen er hann sakaður um fjögur önnur brot. Er þar um að ræða vopnalagabrot, fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og peningaþvætti sem nemur um 250 þúsund krónum.

Einnig er krafist upptöku vopna úr fórum Gabríels Arons og er þar um að ræða vægast sagt skuggalega upptalningu: Tvær sveðjur, afsöguð haglabyssa og rafstuðsbyssa.

Lögreglustjóri, sem gefur út ákæruna, krefst þess að Gabríel Aron verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Birna Karen gerir síðan einkaréttarkröfu um miskabætur vegna árásarinnar upp á tvær milljónir króna.

Afbrýðisemi vegna OnlyFans

Eins og DV greindi frá fyrr í dag náðist árásin á Birnu Karen á öryggismyndavél hennar. Hún segist hafa keypt myndavélina í einhverju flippi og ekki átt von á því að vélin myndi skömmu síðar ná slíkum sönnunargögnum.

Þegar Gabríel Aron ruddist inn í íbúðina til Birnu Karen var þar stödd hjá henni fyrrverandi unnusta hans en að sögn Birnu Karen stafaði húsbrotið og árásin á hana af tilefnislausri afbrýðisemi.

„Ég er á OnlyFans og þess vegna var hann viss um að eitthvað kynferðislegt væri að gerast á milli okkar. En við vorum bara að tjilla og gera TikTok vídéó,“ segir Birna Karen.

Í ákæru er Gabríel Aron sagður hafa slegið hana hnefahöggi í andlitið, hrint henni þannig að hún féll í gólfið og síðan hótað að drepa hana þannig að hún óttaðist um líf sitt og velferð. Hafi hann í framhaldinu slegið hana hnefahöggi í andlitið hægra megin, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut mar í kringum hægra auga og vægan heilahristing.

Birna Karen hefur náð sér líkamlega eftir árásina en glímir enn við andlegu eftirköstin. Segir hún til dæmis vera hrædd við að vera ein heima, enda hafi Gabríel Aron ruðst inn í íbúð hennar með offorsi og ofbeldi.

Rétt er að halda því til haga að Gabríel Aron hefur enn ekki verið sakfelldur fyrir þær tvær alvarlegu líkamsárásir á konur sem hér er vikið að. Hann hefur þó verið ákærður fyrir aðra þeirra og setið í gæsluvarðhaldi í sex daga vegna hins atviksins. Samkvæmt frásögn þolanda í því máli ruddist hann inn til hennar um svaladyr, réðst að henni þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og tók hana kverkataki. Eftir að hún vaknaði stakk hann hana með hnífi í handlegg og fót.

Hér að ofan er mynd af áverka konunnar á handlegg en undir fréttinni er myndband úr öryggismyndavél í íbúð Birnu Karenar af húsbrotinu og árásinni þar.

Réttað verður yfir Gabríel Aron Sigurðarson við Héraðsdóm Reykjavíkur í október næstkomandi.

 

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Í gær

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Í gær

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu
Hide picture