fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Alvarlegt slys í Reynisfjöru – Ferðamann tók út með öldu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. júní 2022 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarlegt slys átti sér stað í Reynisfjöru í dag er ferðamann tók út með öldu um klukkan 16:40 í dag. Þyrla Landhelgisgæslu kom á vettvang um klukkan 17:50 og tók skamma stund að ná manninum úr sjónum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Maðurinn var á ferð með eiginkonu sinni og voru þau hluti af stærri hóp í skipulagðri ferð á svæðinu. Björgunarsveitir á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum voru kallaðar til vegna slyssins auk daglegra viðbragðshópa lögreglu og sjúkraflutningamanna.

Áfallahjálparteymi Rauða krossins mun aðstoða við að hlúa að fólki úr hópnum og er rannsókn á slysinu og tildrögum þess hafin, líkt og skylt er í tilvikum sem þessum.

Ekki er vitað um ástand mannsins að svo stöddu en lögregla segir ekki frekari upplýsinga að vænta frá þeim að sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“