fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Fékk tilkynningu um aflýsingu á flugi um það leyti sem hún ætlaði að tékka inn – „Flugfélagið PLAY er að valda mér gífurlegum vonbrigðum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. júní 2022 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Ámundadóttir Zoëga, fyrrverandi borgarfulltrúi, lýsir hremmingum í tengslum við flugfar með flugfélaginu PLAY í nýrri Facebook-færslu. Diljá var ein úr fimm kvenna hópi sem fékk tilkynningu um að flugi þeirra hefði verið aflýst aðeins tveimur klukkustundum fyrir brottför og á þeim tímapunkti þegar þær ætluðu að innrita farangur sinn.  Diljá skrifar:

„Flugfélagið PLAY er að valda mér gífurlegum vonbrigðum núna.

Við erum hérna fimm vinkonur komnar í Leifsstöð tveimur tímum fyrir bröttför og þegar það kemur að því að tjekka töskurnar inn fáum við þær upplýsingar að það sé búið að aflýsa fluginu okkar. Án skýringar.

Það kemur enginn starfsmaður frá Play að tala við okkur heldur er ekki hægt að hringja inn í þjónustuver. Það svarar okkur enginn á Messenger hjá flugfélaginu. Náum engu sambandi.

Við fengum póst þar sem er rætt um að geta bókað hótel i Keflavík ( en linkurinn virkar ekki) eða endurgreiðslu. Við erum með dýra gistingu bókaða á áfangastað sem við fá um ekki endurgreidda með þessum fyrirvara.

Hvernig er hægt að koma svona fram við farþega? Þvílík skömm af þessu. Mig langar til að leggjast í golfið og hágráta úr vonbrigðum.“

DV bar málið undir Birgir Olgeirsson, sérfræðing á samskiptasviði PLAY, og svaraði hann fyrirspurn DV skriflega, með eftirfarandi hætti:

„Því miður neyddumst við til að seinka flugi til Prag í Tékklandi til klukkan 6 í fyrramálið, föstudaginn 10. júní. Ástæðan fyrir því var seinkun á flugvél sem átti að flytja farþega PLAY frá Keflavíkurflugvelli til Prag í dag. Allir farþegar hafa verið upplýstir um þetta og þeim tilkynnt að þeir geta endurbókað flugið sitt á hvaða dagsetningu sem er án endurgjalds eða afbókað flugið gegn fullri endurgreiðslu. Okkur þykir þetta afar leitt og reynum eftir fremsta megni að lágmarka óþægindin sem þessi röskun hefur óneitanlega valdið farþegum okkar.“

Þess má geta að Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, ritar þau ummæli undir færslu Diljá að  þetta hljómi eins og verkefni fyrir Neytendasamtökin. Hann segir enn fremur:

„Í mjög stuttu máli: Þegar flugi er aflýst af hálfu flugrekanda með minna en tveggja vikna fyrirvara er hægt að fá staðlaðar skaðabætur að því gefnu að ekki hafi verið um óviðráðanleg atvik að ræða. Þær nema frá 250-600 EUR á mann og fer fjárhæðin eftir lengd flugs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna