fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Vildi 15 milljón króna miskabætur frá íslenska ríkinu en fékk aðeins brot af þeirri upphæð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. júní 2022 11:58

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni 1,5 milljón króna í bætur vegna aðgerða og þvingunarráðstafana sem hann mátti sæta við rannsókn lögreglu á meintum brotum mannsins.

Málið hófst þann 16. janúar 2019 þegar lagðar voru tvær kröfur fram við Héraðsdóm Reykjaness á hendur manninum. Annarveg vegar að að fjarskiptafyrirtækjum yrði gert skylt að veita Lögreglunni á Suðurnesjum fjarskiptaupplýsingar tengdar símtækjum og númerum mannsins og hins vegar var óskað eftir heimild til eins mánaðar til að hlera síma mannsins og fylgjast með sms-sendingum.

Ástæðan var sú að maðurinn var grunaður um að tengjast innflutningi á fíkniefnum og því samþykkti Héraðsdómur Reykjaness áðurnefndar kröfur.

Síðar sama ár var maðurinn handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á meintum kynferðis- og ofbeldisbrotum mannsins sem að auki tengdust vændi og mansali. Kemur fram að hin meintu brot hafi beinst gegn eiginkonu mannsins sem hafi lagt fram kæru gegn manninum.

Á meðan maðurinn var meðal annars vistaður í einangrun um tíma þá réðst lögreglan í umfangsmiklar aðgerðir, til að mynda húsleitir á nokkrum stöðum auk þess sem lagt var hald á farsíma, tölvur og ýmsan tölvubúnað í eigu mannsins.

Fékk 10% af kröfunni

Þrátt fyrir umfangmikla rannsókn var málið gegn manninum fellt niður í júní 2020.

Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál gegn íslenska ríkinu og fór fram á rúmar 15 milljónir króna í miskabætur. Ástæðan var sú að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óvenju umfangsmiklar auk þess sem að maðurinn hafi misst tekjur og að lokum atvinnu sína í kjölfar málsins

Lögmaður íslenska ríkið mótmælti kröfu mannsins og fullyrti meðal annars að maðurinn hafi sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem lögregla réðst í. Þá væri það ósannað að maðurinn hafi verið rekinn úr starfi sínu vegna aðgerða lögreglu.

Héraðsdómur féllst á kröfu mannsins um miskabætur en komst að þeirri niðurstöðu að 1,5 milljón væri hæfileg upphæð. Byggðist það aðallega á því að ósannað væri að maðurinn hefði misst vinnu sína vegna aðgerða lögreglu.

Hér má lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna