fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Ákærðir fyrir hrottalega árás með skrúfjárni á Ingólfstorgi – Móðirin tjáði sig um ofbeldið gegn syni sínum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 15:06

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákært hefur verið í hrottafullu líkamsárásarmáli sem vakti þjóðarathygli í byrjun mars síðastliðnum. Ungur maður var þá ítrekað stunginn í bakið með skrúfjárni.

Móðir mannsins greindi frá árásinni í færslu á Facebook sem vakti mikla athygli en þar sagði hún að sonur hennar hafi verið þungt haldinn á sjúkrahúsi í kjölfar árásarinnar, en hann komst síðar úr lífshættu.

Móðirin gagnrýndi að viðstaddir hafi ekki komið syni hennar til aðstoðar, en dyraverðir á skemmtistað fylgdust með en gerðu ekkert og þurfti sonur hennar sjálfur að koma sér að sjúkrabíl og óska þar eftir hjálp.

RÚV greinir nú frá því að tveir menn hafi verið ákærðir vegna árásarinnar. Sá sem beitti skrúfjárninu er ákærður fyrir manndrápstilraun en hinn fyrir líkamsárás með því að kýla manninn ítrekað.

Eins og RÚV greinir frá eru hinir ákærðu 22 og 23 ára en hvorugur er íslenskur ríkisborgari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK