fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Áhrifavaldur látinn „hverfa“ vegna myndbands um ís

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 17:00

Skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk yfirvöld hafa í gegnum tíðina barist harkalega við það að bæla niður allar upplýsingar um atburði hins örlagaríka 4. júní 1989, þegar yfirvöld bældu niður stúdentamótmæli fyrir auknu lýðræði á Torgi hins himneska friðar í Peking með skriðdrekum og vopnuðum hermönnum. Óvíst er hve margir létu lífið en talið er að allt frá 180 og upp í rúmlega tíu þúsund manns hafi látið lífið þann dag.

Vinsæll kínverskur áhrifavaldur virðist hafa lent í ritskoðunarteymi ríkisstjórnarinnar. Streymi Li Qiagi á afmæli hamfaranna datt fyrirvaralaust út aðeins mínútum eftir að hann sýndi áhorfendum ís sem leit út eins og skriðdreki, með dekk í formi smákaka og fallbyssan í formi súkkulaðistangar, samkvæmt Fortune.

Í skilaboðum sem hann birti á Taobao-síðuna sína, sem er eins konar sölusíða, kenndi Li tækniörðugleikum um en síðan kom ekkert streymi á sunnudaginn. Skyndileg lok streymisins á föstudaginn skildu milljónir aðdáenda hans eftir glórulaus um hvað hafði gerst.

Áform ritskoðenda virðast hafa mistekist

Flestir 170 milljóna fylgjenda Li á samfélagsmiðlinum Weibo fæddust eftir 1989 og tengdu ekki hvarfið við skriðdrekalaga ísinn. Ritskoðendur á vegum kínverskra yfirvalda eyða öllu tali og myndum sem tengjast morðunum á dögunum í kringum afmælið.

Li sjálfur fæddist árið 1992 og ekki er víst hvort hann hafi gert sér grein fyrir því að skriðdrekaísinn þætti vandamál. CNN greinir frá því að í spjallþráðum á Weibo hafi áhorfendur komist framhjá eldveggnum, sem kínverska ríkisstjórnin notar til að tryggja stjórn á upplýsingaflæði innan landsins, og komist að meiru um atburði ársins 1989 þegar þeir reyndu að komast til botns í hvarfi Li.

Svo virðist sem áform ritskoðenda kínverska ríkisins hafi mistekist svo harkalega að með því að bæla niður upplýsingar um mótmælin hafi þau í raun vakið meiri athygli á þeim meðal kínverskra netverja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“